Hlutabréf lækkuðu talsvert í Asíu í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar óttast fjárfestar enn að samdráttur sé framundan hjá helstu hagkerfum heims og enn sé langt í land hvað stöðugleika á mörkuðum varðar.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði í dag um 8,4% sem er mesta dagslækkun hennar í tæp 21 eða frá því í desember 1987.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 11,4%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 6,4% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 5,3%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 6%, í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 6,7% og í Suður Kóreu lækkaði Kospi vísitalan um 9,2% eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor‘s sagði að bankar þar í landi myndu að öllum líkindum sýna mikið tap á rekstri sínum á þriðja og fjórða ársfjórðungi.