Hlutabréf lækkuðu um 3,2% í Asíu og Ástralíu í dag samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Í Japan nam lækkunin 4,8%.

Lækkunin er í frétt WSJ tengd við veikara verð á málmum og uppgjör Alcoa, sem í gær skilaði fyrsta ársfjórðungstapi í mörg ár. „Afkomutölur og vonbrigði í efnahagsmálum verða líklega til að draga markaði niður á næstu vikum. Eftir því sem áhyggjur af vexti aukast virðist hrávörverð viðkvæmara,“ hefur WSJ eftir greinanda frá Calyon í Hong Kong.