Markaðsverðmæti fyrirtækja í dönsku kauphöllinnni hefur lækkað um 1.430 milljarða íslenskra króna og vísitalan fallið um 8,5% það sem af er nýja árinu og sérfræðingar gera ráð fyrir að gengi hlutabréfa kunni að falla enn frekar á næstu vikum.

Slæmar fréttir frá Bandaríkjunum, m.a. að Merill Lynch þurfi hugsanlega að afskrifa allt 15 milljarða dala vegna ótryggra húsnæððislána, hefur smitað yfir á danska hlutabréfamarkaðinn og líkt og hér á Íslandi hafa margir danskir fjárfestar notað fyrstu daga ársins til þess að minnka stöðu sína í hlutabréfum.

Danski hlutabréfamarkaðurinn hefur oftast nær staðið sig skár þegar leiðin hefur legið niður á við á alþjólegum hlutabréfamörkuðum en sú hefur ekki verið reyndin nú.

“Björninn er vaknaður en getur þó lagt sig aftur fyrr en varir. En eins og stendur er hann að skima í kringum sig og honum sýnast hlutirnir ekki vera i mjög góðu lagi, segir Morten Kongshaug, verðbréfasérfræðingur hjá Danske Bank við Børsen.