Íslenskir sparifjáreigendur hjá Landsbankanum í Lúxemborg telja að hagsmunir þeirra hafi verið hundsaðir við meðhöndlun þrotabúsins í Lúxemborg.

Þannig undrast þeir það sjónarmið íslenskra stjórnvalda að hér sé aðeins um að ræða dótturfélag erlendis sem falli undir ábyrgð innstæðutrygginga í Lúxemborg.

Því segist fólkið fá lítil sem engin svör við fyrirspurnum sínum og réttarstaða þess sé algerlega óviss.

Auk þess óttast fólkið að uppskipti búsins taki mörg ár, eins og fordæmi eru fyrir í Lúxemborg, og við sé að eiga skiptastjóra sem hafi lítinn skilning á hagsmunum erlendra innstæðueigenda. Um leið sé ljóst að hagsmunir Skilanefndar Landsbankans (LÍ) hér heima og þeirra fari ekki saman.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .