Einn tilboðsaðili situr nú að því að geta keypt Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Sá aðili hefur frest til mánaðamóta til að aflétta fyrirvörum á tilboði sínu en fyrirvararnir snúast að mestu leyti um skipulagsbreytingar í Öskjuhlíðinni.

Í hádegisfréttum RÚV 21. febrúar sl. sagðist forsvarsmaður tilboðsaðilans að til stæði að sækja um vilyrði hjá skipulagsráði Reykjavíkurborgar til að byggja 15.000 fermetra húsnæði á lóðinni.

Það sem hins vegar vekur athygli er að enn hefur engin vinna farið fram innan borgarkerfisins sem felur í sér skipulagsbreytingar í Öskjuhlíð. Umræddir fyrirvarar hafa þannig valdið titringi bæði innan stjórnar OR og eins innan borgarstjórnar.

Upplýsingum haldið frá stjórn

Forsaga málsins er sú að stjórn OR samþykkti í byrjun síðasta árs að selja Perluna og borgarráð samþykkti tillöguna samhljóða í lok júní sl. Í byrjun september var Perlan auglýst til sölu og tilboðsfrestur rann út þann 18. október sl. Á stjórnarfundi Orkuveitunnar þremur dögum síðar fengu stjórnarmenn mjög takmarkaðar upplýsingar um málið. Sagt var að vinna þyrfti betur úr tilboðum áður en upplýsingar væru lagðar fyrir stjórnina en það yrði gert svo fljótt sem auðið væri. Síðan voru haldnir fimm stjórnarfundir á tveggja mánaða tímabili án þess að viðkomandi gögn væru lögð fram.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.