*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 2. febrúar 2012 22:59

Mikil söluaukning á lúxusvarningi

Moët Hennessy Louis Vuitton S.A. hagnaðist vel í fyrra þrátt fyrir erfitt árferði í Evrópu.

Ritstjórn

Hagnaður af reglulegri starfsemi Moët Hennessy Louis Vuitton S.A (LVMH), stærsta framleiðanda lúxusframleiðanda heims, jókst um 22% árið 2011. Hagnaðurinn nam 4 milljörðum dala, tæpum 500 milljörðum króna, en þá er talinn með bókfærður hagnaður af fjárfestingu LVMH í Hermes tískurisanum.

Aukinn hagnaður er mikilli söluaukningu að þakka sem var 16% milli ára. LVMH er evrópskt félag, staðsett í París. Mestur hluti framleiðslu þess er fluttur til landa utan Evrópu. Söluaukningin var mest í Bandaríkjunum og Asíu, utan Japans.

 Meðal vörumerkja LVMH eru Louis Vuitton, Fendi, Donna Karan, TAG Heuer, Hennessy, Moët & Chandon, Dom Perignon, Krug, Christian Dior, Guerlain, Givenchy og Kenzo.

Christian Dior er aðaleigandi LVMH, á 42.36% hlutafjár og fer með 59.01% af atkvæðisrétti í félaginu.