*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 19. nóvember 2011 13:15

Mikil spenna á landsfundi

Bjarni og Hanna Birna flytja framboðsræður sínar í dag.

Ritstjórn
vb.is

Mikil spenna ríkir nú á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna yfirvofandi formannskosninga. Á morgun verður kosið á milli þeirra Bjarna Benediktssonar, núverandi formanns, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrv. borgarstjóra.

Nokkur eftirvænting er eftir framboðsræðum þeirra sem fluttar verða í dag kl. 16.

Þá mun Ólöf Nordal, sem lýst hefur yfir framboði til áframhaldandi varaformennsku, einnig flytja ræðu.

Slagurinn um formannskjörið hefur verið stuttur en aðeins eru liðnar rúmar tvær vikur frá því að Hanna Birna lýsti yfir framboði. Í fjölmörgum skoðanakönnunum, þar á meðal könnunum sem unnar voru fyrir Viðskiptablaðið, hefur Hanna Birna notið mun meira fylgis en Bjarni.

Hægt verður að fylgjast með ræðum þeirra Bjarna og Hönnu Birnu í beinni útsendingu af landsfundi á vef Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is