Tekjur lággjaldaflugfélaga á heimsvísu jukust á bilinu 11-18% á síðasta ári en farþegafjöldi félaganna jókst að meðaltali um 12% á árinu.

Þetta kemur fram í nýjasta hefti Airline Business. Þar kemur fram að tekjur 30 lággjaldaflugfélaga víðs vegar um heim.

Bandaríska félagið Southwest Airlines er lang stærsta lággjaldaflugfélag heims, hvort sem horft er til tekna eða farþegafjölda. Rétt er þó að taka fram að félagið tók yfir annað lággjaldaflugfélag, Air Tran, í byrjun síðasta árs. Tekjur félagsins námu um 15,7 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári og jukust um 30% á milli ára, en þó aðeins um 6% ef horft er framhjá samrunans við Air Tran. Samanlagður farþegafjöldi félagsins nam 135 milljón á síðasta ári.

Tekjur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair námu um 6 milljörðum dala á árinu.