Hagnaður Nýherja eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 29,4 milljónum króna, samanborið við 21 milljón króna á sama tímabili árið áður, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Tekjur Nýherja á öðrum ársfjórðungi voru 2.123 milljónir króna en námu 1.373 milljónum króna á sama tíma í fyrra.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) af starfseminni var 154,2 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2006 eða 7,3% en var 60 milljón króna og 4,3% á sama tíma í fyrra.

?Mikil eftirspurn hefur verið eftir vörum og þjónustu félagsins á fyrri árshelmingi sem endurspeglast vel í 44% tekjuaukningu. Áætlanir gera ráð fyrir að afkoma af rekstri félagsins verði áþekk á síðari árshelmingi og hún var á þeim fyrri," segir í tilkynningu.