Mikil umframeftirspurn varð eftir skuldabréfum Glitnis í útgáfu bankans sem átt sér stað síðastliðinn föstudag. Glitnir gaf út skuldabréf fyrir 1,25 milljarða dollara (88,5 milljarðar króna) en eftirspurn var rúmlega þreföld. Alls skráðu bandarískir, evrópskir og asískir stofnfjárfestar sig fyrir  3,4 milljörðum dollara.

Útgáfan sem er til fimm ára er verðlögð á nafnverði og er 47 punktum yfir Libor-vöxtum sem eru góð kjör í samanburði við það sem bankarnir fengu á síðasta ári þegar neikvæð erlend umfjöllun hafði áhrif á fjármögnunarkjör íslenskra banka til hækkunar.