*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 22. febrúar 2006 12:53

Mikil umsvif á skuldabréfamarkaði

Ritstjórn

Fyrstu viðbrögð á skuldabréfamarkaði við breyttu mati Fitch á lánshæfismatshorfum ríkissjóðs voru mikil og ávöxtunarkrafa bæði verðtryggðra bréfa og óverðtryggðra hækkaði verulega, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Það má gera ráð fyrir því að hreyfingar á skuldabréfamarkaði næstu daga taki mið af gjaldeyrismarkaði.

Veiking krónunnar gæti gert það að verkum að fjárfestar með erlendar eignir selji þær, taki gengishagnað og fjárfesti í verðtryggðu hér heima, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Velta með verðtryggð bréf var 17,4 milljarða króna og ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði um 13-27 punkta í gær.

Velta óverðtryggðu ríkisbréfanna var mun minni, eða 3,6 milljarðar króna og ávöxtunarkrafa tveggja lengri flokkana hækkaði um 19-20 punkta.