*

sunnudagur, 16. maí 2021
Innlent 5. september 2015 19:35

Mikil vakning fyrir bættum borgarbrag

Skipulagsfræðingur og knattspyrnuhetja leiddu saman hesta sína í byrjun ársins og stofnuðu fyrirtæki.

Hlynur Jónsson
Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson.
Haraldur Guðjónsson

Ávordögum stofnuðu þeir Guðmundur Kristján Jónsson skipulagsfræðingur og Pétur Marteinsson, athafnamaður og fyrrum knattspyrnuhetja, félagið Borgarbrag ehf. með þá hugsjón að leiðarljósi að stuðla að betra borgarumhverfi, einkum í gegnum ráðgjöf og verkefnastjórnun á sviði skipulags- og fasteigna- þróunar.

„Við leiddum saman hesta okkar í byrjun ársins og stofnuðum þetta fyrirtæki. Það má eiginlega segja að sameiginlegur áhugi okkar á borgarmálum og -þróun hafi leitt okkur saman,“ segir Guðmundur í samtali við Viðskiptablaðið um upphaf verkefnisins.

Nóg að gera

Aðkoma Borgarbrags að verkefnum felst einkum í því að gera viðskiptavinum grein fyrir möguleikum m.t.t. skipulags og byggingarheimilda og hafa þannig áhrif á þróun svæða og mannvirkja. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru landeigendur, lóðarhafar, fagfjárfestar, verktakar, fasteignafélög, ríki og sveitarfélög.

Spurður hvernig fyrirtækinu gangi að sækja verkefni segir Guðmundur það hafa gengið framar vonum. „Það er gríðarleg uppbygging í gangi á höfuðborgarsvæðinu og mikil uppbyggingaráform í samræmi við nýsamþykkt Aðalskipulag Reykjavíkur. Þannig að verkefnin skortir sannarlega ekki.“

Guðmundur segir að fasteignafélög séu stór hluti af kúnnahópnum og fyrirtækið eigi til dæmis í góðu samstarfi við Upphaf fasteignafélag sem sé að gera mjög skemmtilega hluti í borginni. Í samstarfi við Upphaf hafi Borgarbragur unnið að hugmyndaþróun og skipulagsvinnu í kringum Brautarholt en á því svæði var ný verslun Bónus að opna, nýtt kaffihús Reykjavík Roasters auk þess sem rúmlega 100 nýjar stúdentaíbúðir eru í uppbyggingu við götuna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.