Mikil velta hefur verið á fasteignamarkaði í mars, en 190 kaupsamningum var þinglýst í seinustu viku, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Fasteignaverð hækkaði um 2% í febrúar, samhliða mikilli veltu. Miðað við veltutölur má líklega búast við álíka hækkun á fasteignaverði í mars.

Gengið var frá um 200 kaupsamningum að meðaltali á viku í mars. Það er talsvert meira en verið hefur undanfarna mánuði. Þó með undantekningu, sem er febrúar. Þá var fjöldinn álíka.

Í janúar var gengið frá um 120 samningum að meðaltali á viku og í desember um 140 samningum.