Hlutabréf Regins hækkuðu mest í verði í dag eða um 2,84% í 211 milljón króna viðskiptum, HB Grandi hækkaðu um 1,31%, Eik hækkaði um 1,13%, Össur um 1,06%, Vís um 0,93% og Vodafone um 0,23%.

Hlutabréf Nýherja lækkuðu mest í verði í dag eða um 2,44% í 800 þúsund króna viðskiptum, Marel lækkaði um 1,55%, Sjóvá um 0,65%, Hagar um 0,51%, N1 um 0,48% og TM um 0,47%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23% í dag og var lokagildi hennar 1.562,32 stig.

Heildarvelta á markaði í dag nam 12,7 milljörðum króna þar af námu viðskipti með hlutabréfum 1,7 milljarði.