Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag nam 2,2 milljörðum króna. Þar af var mest velta með hlutabréf í Arion en hún nam rétt rúmum 1 milljarði króna. Verð á hlutabréfum í Arion hækkaði um 0,37% í viðskiptum dagsins.

Verð á hlutabréfum í Sýn hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,78% 159 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkun var hjá Marel en hún nam um 1,84% í 474 millljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun var á verði á hlutabréfum í Eik en sú lækkun nam um 1,41% í 39 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Reitum en hún nam 1,19% í 61 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,70% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.623 stigum.