Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam 7.352 milljónum króna vikuna 28. ágúst til 3. september. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands .

Alls voru 125 samningar gerðir um eignir í fjölbýli, 43 samningar um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á hvern samning nam 40,2 milljónum króna.

Þrátt fyrir að veltan hafi verið mikil var hún undir meðalveltu síðustu tólf vikna, sem nemur 8.190 milljónum króna.