Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,75% á fremur veltumiklum degi í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréf Mearel nam 242 milljónum króna samanborið við heildarveltu með hlutabréf í Kauphöllinni upp á þrjá milljarða króna. Mest var veltan með bréf N1 eða upp á 902 milljónir króna. Eins og fram kom hjá VB.is í dag gaf greiningardeild Arion banka út verðmat á félaginu og kann það að hafa skilað sér í mikilli veltu með hlutabréf N1.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,43%, Sjóvár um 1,28%, Regins um 0,92%, Össurar um 0,79% og VÍS um 0,92%.

Þá lækkaði gengi Vodafone um 2%, Icelandair Group um 1,14%, N1 um 0,84% og TM um 0,17%. Gengi hlutabréfa HB Granda féll um 10% frá gengi bréfanna eins og það var skráð á First North-markaðinn.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,26% og endaði hún í 1.188 stigum.