Um fimm milljarða velta var í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni í dag og um tveggja milljarða velta með hlutabréf.

Á Aðallista hækkaði mest gengi bréfa Haga eða um 1,35% en þar á eftir hækkaði mest gengi bréfa í Nýherja eða um tæpt prósentustig. Mest lækkaði gengi Össurar eða um 1,04% og svo Marel um 0,53%. Mesta veltan var í viðskiptum með hlutabréf í Reitum eða um 714 milljónir króna. Gengi Reita hækkaði um 0,6% í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,06% í dag og stóð lokagildi hennar í 1.492,26.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 4,3 milljarða viðskiptum. Þá hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,6% í 2,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hlutinn um 0,1% í tveggja milljarða viðskiptum.