Mikil velta var með skuldabréf í Kauphöllinni í dag og nam hún um 18,1 milljarði króna.

Skuldabréfavísitala Gamma, GBI, stóð þó í stað annan daginn í röð. Þá hefur skuldabréfavísitalan hækkað um 0,9% á einni viku og 2,2% á einu mánuði.

Velta með verðtryggð skuldabréf nam um 6,5 milljörðum króna. Verðtryggði hluti skuldabréfavísitölu Gamma, GAMMAi, stóð einnig í stað en hefur hækkað um 0,9% á einni viku.

Velta með óverðtryggð skuldabréf nam um 10,1  milljarði króna. Óerðtryggði hluti skuldabréfavísitölu Gamma, GAMMAxi, lækkaði um 0,5% en hefur samt hækkað um 0,8% á einni viku.