Veltan í Kauphöllinni í dag nam 1089 milljónum króna. Tvö félög, Hagar og Icelandair, voru með liðlega 70% af þeirri veltu.

Veltan með bréf í Högum nam 319 milljónum króna og hækkaði félagið um 2,35%. Veltan með bréf í Icelandair nam 472 milljónum en bréfin lækkuðu um 0,31%. Viðskipti með bréf í öðrum félögum var töluver minni. Úrvalsvísitalan hækkað um 0,47%. Uppgjör Icelandair Group fyrir þriðja fjórðung verður birt í Kauphöllinni í dag.

Þá var líka gríðarleg velta á skuldabréfamarkaði í dag. Nam hún alls um sex milljörðum og níutíu milljónum króna, samkvæmt tölum GAMMA.