*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 17. nóvember 2011 08:05

Mikil velta með bréf Icelandair Group vekur grunsemdir

Tífalt meiri velta var með hlutabréf í Icelandair Group daginn áður en Framtakssjóður Íslands tilkynnti um sölu á 10% hlut í félaginu.

Hallgrímur Oddsson

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á aðalfundi félagsins fyrr á árinu.

 

Föstudaginn 4. nóvember tífaldaðist velta með bréf Icelandair Group samanborið við meðalveltu bréfanna síðustu 24 viðskiptadaga á undan, eða frá byrjun októbermánaðar. Næsta viðskiptadag, mánudaginn 7. nóvember síðastliðinn, tilkynnti Framtakssjóður Íslands (FSÍ) um sölu á 10% hlut í Icelandair Group. Mikil aukning viðskipta gæti gefið til kynna að einhverjar á markaði hafi verið kunnugt um áform FSÍ, áður en tilkynnt var um þau til Kauphallar.

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, segist ekki hafa neina trú á að upplýsingar hafi lekið frá Framtakssjóði Íslands um væntanlega sölu. Hann hafi enga ástæðu til þess að ætla það. Hann sagði það þó ekki vera hlutverk sjóðsins að fylgjast með hreyfingum á hlutabréfaverði, heldur sé slíkt í verkahring Kauphallarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.