Gengi í bréfum flestra félaga á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hækkaði í dag. Heildarvelta með hlutabréf var samtals 3.054.836.573 krónur, en velta með skuldabréf nam 8.614.365.998 krónum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,55% og endaði í 1.722,52 stigum eftir viðskipti dagsins. Aðalvísitala skuldabréfa um lækkaði 0,08%.

Mest hækkun var á gengi bréfa í Sjóvá, sem hækkuðu um 1,67% í 31.949.498 króna viðskiptum. Næstmest hækkun var á gengi Icelandair Group hf., sem nam 1,62%. Heildarviðskipti með bréfin námu 984.299.003 krónum, en mest velta var með þau bréf á Aðalmarkaði.

Mest lækkun var með bréf HB Granda, sem lækkuðu um 0,82% í verði. Velta með bréfin nam 323.680.668 krónum. Næst mest lækkun var með bréf N1 sem lækkuðu um 0,80% í 514.900.884 króna viðskiptum.

Flestir skuldabréfaflokkar lækkuðu í verði, einkum millilöng og löng bréf. Engin viðskipti voru á First North, en 157.300 króna viðskipti voru með Landsbréf-LEQ kauphallarsjóðinn, sem hækkaði um 0,64%.