Mikið er um hækkanir í Kauphöll Nasdaq Iceland og hefur Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkað um 1% það sem af er degi. Gengi bréfa allra fyrirtækja hefur hækkað eða staðið í stað.

Gengi hlutabréfa Símans hefur hækkað um 3,98% í 1.033 milljón króna viðskiptum þegar þetta er ritað. Þetta er næst mesta veltan með hlutabréf Símans, síðan félagið var skráð á markað árið 2015.

Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, fer ekki varhuga af þessum miklu hækkunum og hefur gengi bréfa félagsins hækkað um 3,45% í 355 milljón króna viðskiptum. Einnig hefur gengi bréfa HB Granda hækkað talsvert eða um 3,45% í 90 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa VÍS hafa sömuleiðis hækkað um 2,87% í 344 milljón króna viðskiptum og hefur gengi bréfa Skeljungs sömuleiðis hækkað um um 2,35% í 108 milljón króna viðskiptum.

Icelandair Group heldur áfram að rétta úr kútnum og hefur gengi hlutabréfa félagsins hækkað um 0,62% í 940 milljónir.