*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 6. maí 2013 16:44

Mikil velta með hlutabréf Icelandair Group

Heildarvelta í Kauphöllinni nam næstum því 4,7 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 1,13% í tæplega 4,2 milljarða króna veltu í Kauphöllinni í dag. Eins og frá var greint í morgun seldi Framtakssjóður Íslands um 5% hlut í félaginu. Ætla má að söluandvirðið hafi numið tæpum 3,4 milljörðum króna miðað við lokagengi bréfa félagsins á föstudag í síðustu viku. Gengi hlutabréfa Icelandair Group endaði í 13,45 krónum á hlut í dag og hefur það ekki verið hærra síðan í október árið 2008.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa VÍS um 0,10%.

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa Haga um 1,04%, Eimskips um 0,93% og fasteignafélagsins Regins um 0,38%

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,12% og endaði hún í 1.183,42 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam tæpum 4,7 milljörðum króna. Þar af nam veltan með bréf Icelandair Group eins og áður sagði tæpum 4,2 milljörðum króna. Á eftir Icelandair Group var velta með hlutabréf Eimskips eða upp á tæpar 255 milljónir króna.