Töluverð velta var með skuldabréf í Kauphöllinni í dag eða um 10,7 milljarðar króna. Þá lækkaði óverðtryggða skuldabréfavísitalan um 0,38% á meðan verðtryggða hækkaði um 0,6%. Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt á morgun kl. 10 og því má vænta mikilla tíðinda á skuldabréfamarkaði á morgun.

Aðalmarkaður Kauphallarinnar var ekki jafn virkur í dag en heildarvelta þar nam rétt rúmum 767 milljónum króna. Mesta hækkun var á gengi bréfa í Sjóvá eða um 1,69% og mátti sjá svipaða hækkun hjá hinum tveimur tryggingafélögunum. Þá var lækkun á gengi hlutabréfa HB Granda um 1,24% en gengi þeirra hækkaði töluvert í gær .

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,45% í dag og stendur lokagildi hennar nú í 1.393,19.