Mikil velta var með skuldabréf í Kauphöllinni í dag, en í morgun var greint frá þeirri ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum .

Ávöxtunarkrafa allra óverðtryggðra ríkisskuldabréfaflokka lækkaði og ávöxtunarkrafa flestra verðtryggðra flokka lækkaði einnig. Mest velta var með flokkinn RIKB 20 0205, eða 4,3 milljarðar króna.

Á hlutabréfamarkaðnum var mest velta með Reiti, en 560 milljónir króna skiptu um hendur í viðskiptum með hlutabréf fyrirtækisins. HB Grandi hækkaði mest, eða um 1,19%. Össur lækkaði hins vegar um 1,75% í litlum viðskiptum.

Talsverð velta var með mörg félög önnur en Reiti, svo sem N1, VÍS og TM. Lítil velta var hins vegar með bréf Eimskips, Sjóvár og Eikar, svo dæmi séu tekin.