Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,6% í dag í 23,5 milljarða króna viðskiptum.

GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 10,3 milljarða króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 1,1% í 12,1 milljarðs viðskiptum.

Veltu á skuldabréfamarkaði í dag má meðal annars rekja til útgáfu áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, sem birt var eftir lokun markaða sl. föstudag. Greining Íslandsbanka fjallaði um málið í dag og sagði að útgáfan hafi líklega talsverð áhrif á væntingar um framboð og eftirspurn ríkistryggðra skuldabréfa næsta kastið.