Ítalski hátískuframleiðandinn Valentino jók veltu sína um 24% á fyrri helmingi ársins. Valentino hagnaðist um 2,6 milljónir evra á fyrstu sex mánuði ársins en í fyrra nam tapið 7,4 milljónum evra. Stefano Sassi, forstjóri Valentiono, segist vera ánægður með afkomuna og gerir ráð fyrir að tekjur ársins verði 300 milljónir evra eða meira. Valentino er einnig að vinna að nýju útliti á verslunum sínum.

Er uppgjör Valentino í takt við afkomu annarra tískuframleiðenda sem einnig hafa aukið veltu og hagnað undanfarið.