*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 27. desember 2007 18:27

Mikil verðmæti í flugheimildum á Heathrow

Icelandair á þar tvær flugheimildir

Ritstjórn
Mikil verðmæti eru  fólgin í flugheimildum á Heathrow flugvellinum og bendir greiningardeild Landsbankans á að Icelandair Group á þar tvær flugheimildir, annars vegar í hádeginu og hins vegar á kvöldin.    “Alitalia hefur selt þrjár flugheimildir eða um fjórðung heimilda sinna (e.pair of slots) á Heathrow flugvelli fyrir 67 milljónir punda. Fregnir herma að félagið hafi fengið metverð, 30 milljónir punda, fyrir eina af flugheimildunum. Eftirspurn eftir flugheimildum um Heathrow hefur aukist gífurlega með tilkomu Open Skies samnings milli Evrópu og Bandaríkjana en samningurinn tekur gildi 31.mars á næsta ári,” segir greiningardeildin.