Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 1,91% í nærri 300 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Haga um 0,94% og Eimskips um 0,36%.

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa Marel um 0,68%, stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,50% og Vodafone um 0,29%

Úrvalsvísitalan hækkaði örlítið, um 0,03% og endaði í 1.181,97 stigum. Heildarviðskipti á aðalmarkaði námu rúmum 1,6 milljörðum króna. Mestu viðskiptin voru með hlutabréfa Eimskip eða upp á rúmar 956 milljónir króna. Þá námu viðskipti með hlutabréf  Icelandair Group og Marel um 300 milljónum króna í hvoru tilviki.