Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,85% í 2,5 milljarða viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 1.727,44 stigum við lok viðskipta.

Aðalvísitala skuldabréfa stendur nú í 1.249,76 stigum en hún lækkaði um 0,05% í tæplega 3,2 milljarða viðskiptum í dag.

Icelandair og Marel hækkuðu mest

Gengi bréfa Icelandair hækkuðu mest, eða um 2,53% og Marel hækkaði næst mest, eða um 2,28%, hvort tveggja í rétt rúmlega 700 milljón króna viðskiptum.

Fæst nú hvert bréf Icelandair á 23,28 krónur og hvert bréf í Marel á 269,50 krónur.

HB Grandi, Reitir og Síminn lækkuðu

Mest lækkun var hins vegar á gengi bréfa HB Granda, eða um 3,28% í mjög litlum viðskiptum þó, eða sem námu rúmlega 14 milljónum króna. Fæst nú hvert bréf félagsins á 50,50 krónur.

Gengi bréfa Reita fasteignafélags og Símans lækkuðu þó mest í teljandi viðskiptum. Lækkuðu Reitir um 1,09% í 194 milljón króna viðskiptum þar sem hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 90,80 krónur.

Síðan lækkaði gengi bréfa Símans um 0,97% í 209 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins nú á 3,05 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,6% í dag í 2,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 2,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,2 milljarða viðskiptum.