Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,08% í rétt rúmlega 2 milljarða króna viðskiptum í dag og endaði hún í 1.712,89 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um sömu prósentu, eða 0,08% í tæplega 4,4 milljarða króna viðskiptum og stóð hún í 1.250,33 stigum í lok viðskiptadagsins.

Vodafone og Marel hækkuðu mest

Mesta hækkunin í kauphöllinni í dag var á bréfum Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, en hún nam 0,98% hækkun í 329 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 51,60 krónur.

Næst mest hækkaði gengi bréfa Marel eða um 0,76% í 306 milljón króna viðskiptum sem leiddu til þess að hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 263,50 krónur.

Eimskip og Síminn lækkuðu mest

Eimskip lækkaði mest í verði í kauphöllinni í dag, og lækkaði gengi félagsins um 1,94% í tæplega 92 milljón króna viðskiptum. Stendur gengi bréfanna nú í 304,00 krónum.

Næst mest lækkaði gengi bréfa Símans eða um 1,60% í 77 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins nú á 3,08 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 2,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 3,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 3,5 milljarða viðskiptum.