Alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hagnaðist um 726 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 139 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu tæplega 7 milljörðum króna samanborið við 6,5 milljarða árið áður. Rekstrargjöld lækkuðu frá fyrra ári og námu þau tæplega 5,7 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða árið áður.

Eignir námu 3,9 milljörðum króna og eigið fé félagsins nam tæplega 2,2 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall var því 56% í árslok 2018. Laun og launatengd gjöld námu rúmlega 2,2 milljörðum króna og lækkaði launakostnaðurinn um 402 milljónir króna á milli ára, en að meðaltali störfuðu 210 manns hjá fyrirtækinu í fyrra en 214 árið á undan.

Fyrirtækið er með starfsmenn í 18 löndum. Magnús Steinarr Norðdahl er forstjóri fyrirtækisins.