Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega í dag eða um 0,18% og endaði daginn í 3.868,23 stigum. Alls námu hlutabréfaviðskipti 2.660 milljónum og voru mest viðskipti með bréf Burðaráss, en verð þeirra var óbreytt.

Alls námu viðskipti í Kauphöllinni 6.159 milljónum. Með með íbúðabréf eða 3.402 milljónir króna.

Töluverð viðskipti voru með hlutabréf Landsbankans eða 408 milljónir króna og hækkuðu bréfin um 0,7%. Hlutabréf KB banka lækkuðu lítillega en hlutir í Marel hækkuðu um 1,7% í liðlega 102 milljón króna viðskiptum.