Mikil viðskipti hafa verið með bréf deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á Nasdaq markaðinum það sem af er degi. Fyrir stundu höfðu bréfin hækkað um tæplega 13% í tiltölulega miklum viðskiptum en 1.343.524 bréf skipt um eigendur. Gengi bréfanna var í 6,61 þegar markaðir hófust en fóru hæst í 7,70. Þegar þetta er skrifað er gengið 7,44.

Ekki er að efa að þessi viðskipti koma í kjölfar tilkynningar félagsins frá því í morgun um jákvæðar niðurstöður prófanna á hjartalyfinu DG031.