Mikil viðskipti voru með hlutabréf í KB banka í dag eða alls fyrir 2.043 milljónir króna. Hins vegar var lokaverð bréfanna 0,9% lægra en í gær eða 528 á hlut.

Heildarviðskipti með hlutabréf námu í dag 4.388 milljónum króna. Liðlega 613 milljóna viðskipti voru með bréf í Landsbankanum og hlutir í Íslandsbanka fyrir um 442 milljónir króna gengu kaupum og sölu. Þá voru töluverð viðskipti með hluti í Burðarási eða fyrir 488 milljónir króna og var verð þeirra óbreytt og í Actavis fyrir 429 milljónir króna og lækkaði verðið um 0,5%. Íslandsbanki lækkaði einnig lítillega eða um 0,4% en Landsbankinn hækkaði um 1%.

Alls námu viðskipti í Kauphöllinni 6.991 milljón og þar af íbúðabréf 1.655 milljónum. Fjöldi viðskipta var 338 þar af 316 með hlutabréf.