Mest viðskipti voru með hlutabréf í Landsbanka Íslands eða fyrir 993 milljónir króna. Gengi bréfanna hækkaði um 2% og var lokagengi 15,20. Þá voru einnig mikil viðskipti með bréf Íslandsbanka og KB banka.

Í um 829 milljóna viðskiptum hækkuðu hlutabréf í Íslandsbanka 0,4% en aðalfundur bankans er í komandi viku 22. febrúar. Gengi bréfa í KB var óbreytt í 775 milljóna viðskiptum.

Þá voru töluverð viðskipti með hlutabréf í Straumi eða fyrir 721 milljón og hækkaði gengið um 0,9%.

Í heild námu viðskipti í Kauphöllinni 7.287 milljónum þar af viðskipti með hlutabréf 4.436 milljónum. Fjöldi viðskipta var 321 þarf af 296 með hlutabréf