Töluverð viðskipti voru með skuldabréf í dag og nam veltan um 20,2 milljörðum króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA; GBI hækkaði um 0,6% í dag sem er mesta hækkun vísitölunnar síðan í byrjun desember 2009.

Þá hefur GBI hækkað um 0,4% á einni viku og um 2% sl. mánuð.

Mest var veltan með óverðtryggð skuldabréf eða um 15,3 milljarðar króna en velta með verðtryggð skuldabréf nam um 4,7 milljörðum króna.

Bæði verðtryggður hluti skuldabréfavísitölu GAMMA; Gammai og óverðtryggði hlutinn, Gammaxi, hækkuðu um 0,6% í dag. Gammai hefur þannig hækkað um 0,2% á einni viku og 2% á einum mánuði. Gammaxi hefur hins vegar hækkað um 1,1% á einni viku og um 2,1% á einum mánuði.