Viðskipti á skuldabréfamarkaði námu alls 12,3 milljörðum króna í dag, samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Kaupþings banka.

Mest viðskipti voru með langtímaskuldabréf banka og annarra fyrirtækja og er það ekki algengt, að sögn greiningardeildarinnar. Viðskiptin námu alls 5,7 milljörðum.

?Uppistaðan í viðskiptunum var annars vegar 4,16 milljarða viðskipti með útgefin skuldabréf Straums-Burðaráss og hins vegar 1,577 milljarða viðskipti með útgefin bréf Mosaic Fashions" segir greiningardeildin.

Viðskipti með íbúðabréf námu rúmum 4,8 milljörðum og lækkaði krafa þeirra um þrjá til níu punkta í viðskiptum dagsins. Krafa íbúðabréfa í lok dags lá þannig á bilinu 4,17% til 4,35%.