Samkeppni á fjármála markaði er mjög hörð að mati Péturs og fyrirtæki of mörg. „Það er nauðsynlegt að ná fram ákveðinni stærðarhagkvæmni í geiranum og Straumur ætlar sér að vera leiðandi í því. Bæði til að geta veitt betri þjónustu og einnig til að geta veitt viðskiptabönkunum meiri samkeppni. Viðskiptabankarnir, sem safna innlánum með ríkisábyrgð, stunda ennþá fjárfestingarbankastarfsemi.

Umræða hefur verið um að skipta upp viðskiptabankastarf semi og fjárfestingarbankastarfsemi og ég held að það væri gott. Við viljum ekki annað hrun. Við viljum ekki að innstæðum almennings sé stefnt í hættu með áhættusömum útlánum og fjárfestingum. Núverandi staða er óæskileg og ég held að þessi uppskipting gerist með einhverjum hætti. Þá er nauðsynlegt fyrir Straum að vera á undan til að geta búið til almennilega samkeppni.“

Skýr stefna í gjaldeyrismálum er nauðsynleg

Pétur segir að aðstöðumunurinn á milli viðskiptabankanna og annarra fjármálafyrirtækja sé mikill. „Viðskiptabankarnir eru með risastóran og ógagnsæjan efnahag sem þeir geta nýtt í fjárfestingarbankastarfsemi. Við sjáum það til dæmis núna að viðskiptabanki er að sölutryggja hlutafjárútboð, sem hlýtur að teljast fjárfestingarbankastarfsemi, og innlánin eru notuð í það.

Þá eru viðskiptabankarnir með gríðarleg ítök í atvinnulífinu, í gegnum útlán og jafnvel beint eignarhald. Þessu geta þeir beitt gegn samkeppnisaðilum eins og okkur sem er mjög varasamt fyrirsamkeppn i á þessum markaði, ef sú þróun heldur áfram.”

Pétur ræðir nánar um fjármálageirann í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.