Vöruskipti voru hagstæð um 9,5 milljarða króna í apríl, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er verulega stökk á milli ára en í apríl í fyrra voru þau hagstæð um 3,4 milljarða. Annar eins afgangur af vöruskiptum hefur ekki sést síðastliðin 20 ár. Til að gefa einhverja mynd af stöðu mála þá voru vöruskiptin neikvæð um 10 og 11 milljarða króna á árunum 2006 og 2007.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar nam verðmæti útflutnings 50,2 milljörðum króna og verðmæti innflutnings 40,7 milljörðum króna. Verðmæti inn- og útflutnings jukust talsvert á milli ára. TIl samanburðar nam verðmæti útflutnings 40 milljörðum króna og hefur það aukist í kringum 10 milljarða króna á sama tíma og verðmæti innflutnings jókst um tæpa fimm milljarða á milli ára.

Hér má skoða talnaefni Hagstofunnar til að skoða þróun vöruskipta frá 1986