Miklar umræður fóru fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar á málþingi um flugmál sem haldið var á vegum Háskólans í Reykjavík í síðustu viku.

Málþingið, sem var þéttsetið, var haldið til að fjalla um tækifæri í skipulags- og atvinnumálum tengdum flugsamgöngum. Í því samhengi var sem fyrr segir rætt mikið um flugvöllinn í Reykjavík.

Sem kunnugt er er aðalskipulag Reykjavíkur í endurskoðun en þá hefur hópur þingmanna lagt fram frumvarp um að miðstöð innanlandsflugs skuli starfrækt í Reykjavík. Eins og gefur að skilja voru skiptar skoðanir á málinu og engin einhliða niðurstaða.

Málþing um flugmál þann 19.01.12.
Málþing um flugmál þann 19.01.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Málþingið var vel sótt og augljóslega mikill áhugi á viðfangsefninu.

Vigdís Hauksdóttir, Jón Gunnarsson og Júlíus Vífill Ingvarsson á málþingi um flugmál 19.01.12.
Vigdís Hauksdóttir, Jón Gunnarsson og Júlíus Vífill Ingvarsson á málþingi um flugmál 19.01.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir og Jón Gunnarsson voru á málþinginu.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á málþingi um flugmál þann 19.01.12.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á málþingi um flugmál þann 19.01.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, og starfsfólk hans fjölmennti á málþingið.

Málþing um flugmál þann 19.01.12.
Málþing um flugmál þann 19.01.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Gestir á málþinginu.

Málþing um flugmál þann 19.01.12.
Málþing um flugmál þann 19.01.12.
© BIG (VB MYND/BIG)
Í pallborði í lok málþingsins voru þau Jón Gunnarsson alþingismaður, Birna Lárusdóttir frá Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.