Hlynur Guðjónsson, ræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York.
Hlynur Guðjónsson, ræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Markaðsaðilar hafa sýnt góð viðbrögð í kjölfar kaupstefnu sem skipulögð var af viðskiptafulltrúa Íslands í Norður-Ameríku, í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Kanada, þann 7. mars sl. í Toronto í Kanada. Þar var um 150-200 kanadískum kaupendum boðið að ræða við íslenska seljendur, sem flestir eru tengdir sjávarútvegsútflutningi en tíu sjávarútvegsfyrirtæki tóku þátt í kaupstefnunni.

Ef marka má niðurstöður könnunar sem Hlynur Guðjónsson, ræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York, gerði í kjölfarið meðal þeirra tíu sjávarútvegsfyrirtækja sem tóku þátt í kaupstefnunni má vænta nokkurs árangurs af henni þegar fram í sækir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð .