Fólk virðist almennt vera ágætlega sátt við þær breytingar sem hafa orðið á Kaupfélagi Eyfirðinga svf. á undanförnum árum, ef marka má niðurstöður viðhorfskönnunar sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir KEA. Mikill meirihluti þátttakenda telur að breytingarnar á KEA á undanförnum árum hafi verið jákvæðar ? um fjórðungur aðspurðra telur þær hafa verið neikvæðar. Áberandi er jákvæðni í garð þessara breytinga á lægri aldursstigum.

Í úrtaki könnunarinnar voru 1227 manns á aldrinum 18 til 80 ára í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Svarhlutfall í könnuninni var 73%. Um þriðjungur þátttakenda í könnunni var félagsmenn í KEA.

Þegar þátttakendur voru beðnir að nefna það jákvæðasta sem KEA hafi staðið fyrir upp á síðkastið nefndu flestir atvinnusköpun og vísuðu þar meðal annars til aðkomu KEA að endurreisn Norðlenska. Margir nefndu og styrkveitingar í þessu sambandi og þá sérstaklega styrki til menningarmála og íþróttastyrki ? til annað hvort íþróttagreina eða afreksfólks.
Ennfremur nefndu margir af þeim sem svöruðu þessari spurningu samgöngumálin ? bæði aðild KEA að Vaðlaheiðargöngum og hálendisvegi ? svokölluðum Norðurvegi.

Algengasta svarið við spurningunni um það neikvæðasta í starfsemi KEA á síðustu misserum var að KEA hafi dregið sig út úr atvinnustarfsemi ? m.a. hætt rekstri matvöruverslana. Þá var nefndur sem neikvæður þáttur aðkoma KEA að KÞ og sömuleiðis var salan á Kaldbaki nefnd.

Í könnuninni kom fram með afgerandi hætti sú afstaða að vel hafi tekist til með fjárfestingar KEA síðustu misserum var að KEA hafi dregið sig út úr atvinnustarfsemi ? m.a. hætt rekstri matvöruverslana. Þá var nefndur sem neikvæður þáttur aðkoma KEA að KÞ og sömuleiðis var salan á Kaldbaki nefnd.

Í könnuninni kom fram með afgerandi hætti sú afstaða að vel hafi tekist til með fjárfestingar KEA svf. á félagssvæðinu og í staðbundnum verkefnum. Um 60% telja fjárfestingarnar hafa tekist mjög eða frekar vel. Sem dæmi um vel heppaða fjárfestingu voru Jarðböðin við Mývatn nefnd og sama má segja um aðkomu KEA að Greiðri leið - undirbúningsfélagi vegna Vaðlaheiðarganga. Hins vegar var nefnt að illa hafi tekist til með söluna á Útgerðarfélagi Akureyringa, en sem kunnugt er var ekki fallist á hugmyndir KEA um kaup á félaginu snemma á árinu 2004. Margir nefndu nauðsyn á að KEA léti til sín taka í nýsköpun í atvinnulífinu, aðrir nefndu að KEA ætti að hlúa betur að landbúnaði á svæðinu og einnig voru byggða- og menntamál nefnd.

Fram kom jákvæð afstaða þátttakenda til samstarfs KEA við Háskólann á Akureyri, en KEA styrkir á ári hverju verkefni sem tengjast háskólanum. Einnig kom fram ánægja með aðild KEA að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar.

Í það heila töldu þátttakendur sig hafa frekar jákvæða tilfinningu fyrir KEA ? afstaðan var jákvæðust í aldurshópnum 36-45 ára.