Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins var sagt frá því að fleiri vinnuslys urðu í álveri Norðuráls á Grundartanga ár árinu 2007 en í nokkru öðru álveri á Norðurlöndum.

Í fyrra varð 61 vinnuslys í álverinu, 26 urðu til þess að fólk var frá vinnu, í samtals 368 daga. Ekkert vinnuslys var skráð í álverinu í Straumsvík.

Árið 2006 urðu 30 slys í Norðuráli, þá voru 26 frá vinnu í samtals 304 daga. Það ár urðu 3 vinnuslys hjá álveri Alcan í Straumsvík, 1 var frá vinnu í 19 daga. Þetta eru tölur frá AMS, umhverfisskrifstofu norræna áliðnaðarins.

Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls sagði við fréttastofu RÚV að helsta ástæða þessa fjölda slysa sé að starfsmönnum hefur fjölgað um þriðjung í kjölfar stækkunar álversins árið 2004. Þá sé fjöldi verktaka á svæðinu. Norðurál haldi enn fremur mjög nákvæma skrá yfir öll slys og óhöpp, svo sem grunna skurði, mar, ryk í augum og fleira. Þetta geri ekki öll álfyrirtæki.

Ragnar benti á að slysum fækkaði um 60% á seinni hluta ársins 2007s.s. grunna skurði, mar, ryk í augum og fleira, en ekki öll álfyrirtæki geri það. Hann bendir á að slysum hafi fækkað um 60% seinni hluta síðasta árs. Fyrirtækið stefni að því að ná þeim fjölda slysa niður um helming á þessu ári. Markmið Norðuráls sé að tryggja slysalausan vinnustað.