*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 17. júlí 2018 13:18

Mikill gleðidagur

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir daginn í dag vera mikinn gleðidag fyrir rekendur íslenskra rútufyrirtækja.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Grey Line, segir daginn í dag vera mikinn gleðidag fyrir rekendur íslenskra rútufyrirtækja. Viðskiptablaðið greindi frá því að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Isavia verði gert að láta af gjaldtöku á rútufyrirtæki. 

„Okkar viðbrögð eru fyrst og fremst að við erum ánægðir með þennan áfanga. Þetta er mikill léttir fyrir íslensk rútufyrirtæki. Það má í raun segja að Isavia hafi fram til þessa í krafti einokunar- og markaðsráðandistöðu sinnar beitt ofbeldi," segir Þórir.

Hann segir að gjaldtakan hafi haft gífurlega alvarlegar afleiðingar fyrir þau rútufyrirtæki sem þurft hafi að sækja sína viðskiptavini í flugstöðina. 

„Stærðargráðan að þessu er að það hefur sýnt sig að þetta sé um 30% aukakostnaður fyrir fyrirtækin í því að sækja viðskiptavini á flugvöllinn. Flest fyrirtækjanna voru búin að binda sína samninga langt fram í tímann og gátu því ekki komið þessu út í verðlagið. Einhverjir gátu komið því út í verðlagið með því að hafa fyrirvara um það við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt að minnsta kosti í bili," bætir hann við.