Samkvæmt spá Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) munu flugfélög innan samtakanna hagnast verulega á árinu 2014. Talið er að samanlagður hagnaður flugfélaganna geti numið um 18 milljörðum bandaríkjadala á árinu, en það jafngildir ríflega 2000 milljörðum króna. Spáð er að tekjur flugfélaga muni nema 746 milljörðum dala.

Hagnaðurinn er þó minni en gert var ráð fyrir í sambærilegri spá í mars, en þá var spáð að hagnaðurinn gæti numið 18,7 milljörðum dala á árinu. Mikill vöxtur kínverska efnahagskerfisins og samdráttur í alþjóðaviðskiptum er nefnt sem meginástæður lækkunarinnar.

BBC sagði frá