Hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur selt hugbúnaðarlausn sína WiseFish til ört vaxandi sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækis í Ástralíu. Um er að ræða fyrirtækið Tassal í Tasmaníu í Ástralíu og til samanburðar má segja að fyrirtækið sé um helmingi stærra en stærstu sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi. "Það er mikill heiður og viðurkenning fyrir Maritech að fyrirtæki eins og Tassal velji okkur sem samstarfsaðila í þessu verkefni. Þeir skoðuðu flest stærri kerfi á markaðnum og völdu Maritech og WiseFish eftir vandlega skoðun. Útflutningur á hugbúnaði og vinnu er einn af hornsteinum í rekstri Maritech og fer vaxandi. Lausnin sem Tassal valdi byggist á Microsoft Dynamics NAV og WiseFish ásamt öðrum sérlausnum frá Maritech," segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölusviðs hjá Maritech.

- Nánar í Viðskiptablaðinu