Töluverð eftirvænting hefur ríkt vegna verðandi samruna Kaupþings og Spron frá því að samrunaáætlun var samþykkt fyrr í sumar. Þá hafa verið uppi ýmsar skoðanir varðandi sanngirni samrunaáætlunarinnar og endurgjaldsins sem hluthafar í Spron fá greitt fyrir hlutafé sitt. Samruninn er enn háður samþykki Fjármálaeftirlitsins og hluthafafundar Spron sem stóð enn yfir þegar Viðskiptablaðið fór í prentun á sjöunda tímanum í gær. Samþykkis lánveitenda vegna samrunans hefur þegar verið aflað. Þá sóttust stjórnir Spron og Kaupþings eftir því að fá utanaðkomandi álit fjármálafyrirtækis á þeim kjörum sem hluthafar Spron eiga að fá fyrir bréf sín.

MP Fjárfestingarbanki sá um álitsgerðina og var niðurstaða þeirra sú að endurgjald til hluthafa Spron væri sanngjarnt. Þegar þetta er ritað er afstaða hluthafafundar óráðin, en fyrir liggur að einfaldur meirihluti þurfi að samþykkja samrunann, og þá er átt við einfaldan meirihluta þeirra hluthafa sem sækja fundinn. Þeir sem ekki mæta, taka því ekki þátt í ákvörðuninni. Viðskiptablaðinu hafa borist ýmsar ábendingar og vangaveltur varðandi samrunann.

Meðal annars hefur verið bent á að þar sem um samruna sé að ræða geti hluthafar Spron óskað eftir að fá peninga í stað þess að fá bréf í Existu. Þá hefur einnig verið fjallað um skattalega meðferð á samrunanum – og hvort og þá hversu margir hluthafar komi til með að þurfa að greiða skatt vegna söluhagnaðar bréfanna sem þeir fá í hendur. Hluthafar Spron hafa ekki átt sjö dagana sæla á síðustu misserum, en bréf félagsins hafa fallið um 65% frá áramótum.

Samruni eða sala?

Viðskiptablaðið ræddi við Ásmund G. Vilhjálmsson héraðsdómslögmann sem sagði, varðandi þessar vangaveltur, að í fyrsta lagi skipti máli hvort þetta væri samruni eða sala.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .