Eins og sagt var frá á VB.is náðust fyrr í dag kláruðust samningar í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair og Samtök atvinnulífsins. Þá var samið við flugmenn í síðustu viku.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikinn létti að búið sé að ganga frá samningum bæði við flugmenn og flugfreyjur. Sérstaklega sé það gott gagnvart farþegum og viðskiptavinum félagsins auk þess sem álag á starfsfólk hafi verið mikið vegna óvissu og seinkana. „Það er léttir að þessari deilu hafi lyktað með samningum og það geta allir sameinast í því að horfa fram á veginn“ sagði Guðjón.

Guðjón sagði erfitt að meta heildartjón þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til fram til þessa en að full ástæða sé til að horfa björtum augum á sumarið „bókunarstaðan fyrir sumarið er ágæt og ekki ástæða til annars en að vera þokkalega bjartsýnn á framhaldið“ sagði Guðjón.